Hljómsveitin Plútó.
Hljómsveitin Plútó.
Í DAG kemur út fyrsta plata hljómsveitarinnar Plútó sem ber heitið Ef þig langar ... Í tilefni af útgáfunni ætlar hljómsveitin að halda útgáfutónleika í kvöld í Sunnusal Hótels Sögu.

Í DAG kemur út fyrsta plata hljómsveitarinnar Plútó sem ber heitið Ef þig langar ... Í tilefni af útgáfunni ætlar hljómsveitin að halda útgáfutónleika í kvöld í Sunnusal Hótels Sögu.

Hljómsveitin Plútó er skipuð fólki sem sækir tónlistarnámskeið hjá Fullorðinsfræðslu fatlaðra en upphaf hljómsveitarinnar má rekja aftur um tæplega tíu ár.

Hljómsveitina skipa söngkonurnar Aileen Soffía Svensdóttir, Dagbjört Þórleifsdóttir, Elín Helga Steingrímsdóttir, Hildigunnur Sigurðardóttir, Inga Hanna Jóhannesdóttir, Magnús Korntop, Rós María Benediktsdóttir og Unnur Jónsdóttir ásamt Haraldi Viggó Ólafssyni slagverksleikara, Jóhönnu Geirsdóttur gítarleikara og Ágústu Þorvaldsdóttur sem leikur á hristur, tambúrínu og fleira.

Hljómsveitin Plútó æfir einu sinni í viku undir handleiðslu tónlistarkennara en einn þeirra, Ari Agnarsson, leikur með þeim á hljómborð.

Þau hafa komið víða fram, til dæmis leikið á listahátíð fatlaðra í Ráðhúsinu og á menningarviku í Árósum auk fjölda árshátíða.

Tónleikarnir fara fram, sem áður sagði, á Hótel Sögu. Þeir hefjast klukkan 20 og er aðgangseyrir 500 krónur. Hægt verður að fjárfesta í plötunni Ef þig langar ... á staðnum.