Nína Björk er ein þeirra sem eiga mynd á sýningunni.
Nína Björk er ein þeirra sem eiga mynd á sýningunni.
SÍÐASTLIÐINN laugardag opnuðu útskriftarnemar úr Ljósmyndaskóla Sissu sýningu á veitingastaðnum Tapas-barnum á Vesturgötu 3. Nemendurnir hafa nýlokið námskeiði í svart/hvítri ljósmyndun og ber sýningin því yfirskriftina: Svart og hvítt .

SÍÐASTLIÐINN laugardag opnuðu útskriftarnemar úr Ljósmyndaskóla Sissu sýningu á veitingastaðnum Tapas-barnum á Vesturgötu 3.

Nemendurnir hafa nýlokið námskeiði í svart/hvítri ljósmyndun og ber sýningin því yfirskriftina: Svart og hvítt.

Á sýningunni er að finna verk þar sem nýstárleg nálgun við viðfangsefnið er í fyrirrúmi.

Sýningin stendur fram til 29. júní.