VOLVO ætlar að leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi öryggisbúnað í markaðssetningu á XC90: *Veltivörn. *Skynjari sem nemur hve mikið bíllinn hallast og hve hratt það gerist.

VOLVO ætlar að leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi öryggisbúnað í markaðssetningu á XC90:

*Veltivörn.

*Skynjari sem nemur hve mikið bíllinn hallast og hve hratt það gerist. Ef skynjarinn nemur að bíllinn muni velta virkjar hann bílbeltastrekkjarana og blæs út hliðargardínum sem verja farþega í öllum þremur sætaröðum.

*Hástyrktarstál er notað í A- og B-þakstólpa og þakboga sem eykur líkur á því að þakið aflagist ekki við veltu.

*Nýrri aðferðafræði er beitt við hönnun framendans. Undir framstuðaranum er þverbiti. Þar með mætir átaksflötur XC90 átaksfleti venjulegra bíla í árekstri jafnvel þótt XC90 sé mun hærri.