STÆRSTU bílaframleiðendur Asíu náðu stærri markaðshlutdeild í heiminum á sama tíma og bílasala dróst saman í heiminum. General Motors hélt stöðu sinni sem stærsti bílaframleiðandi heims og Ford var áfram í öðru sæti.

STÆRSTU bílaframleiðendur Asíu náðu stærri markaðshlutdeild í heiminum á sama tíma og bílasala dróst saman í heiminum. General Motors hélt stöðu sinni sem stærsti bílaframleiðandi heims og Ford var áfram í öðru sæti. Markaðshlutdeild GM féll þó úr 14,9 í 1,4% og dróst salan saman um 296.347 bíla. Hlutdeild Ford dróst saman úr 12,4% í 12% og dróst salan saman um 244.163 bíla. Vegna mikillar söluaukningar í Norður-Ameríku batnaði hagur Toyota, Honda og Hyundai verulega. Saman jókst hlutdeild þessara framleiðenda um 1% á síðasta ári. Toyota, sem er þriðji stærsti bílaframleiðandi heims, náði í fyrsta sinn yfir 10% markaðshlutdeild í heiminum og nam salan nærri 6 milljónum bíla. DaimlerChrysler heldur enn stöðu sinni sem fimmti stærsti framleiðandi heims þótt salan hafi dregist saman um 249.000 bíla og markaðshlutdeild skroppið saman um 1,5% og er nú 7,8%. VW er nú fjórði stærsti framleiðandi heims og PSA (Peugeot-Citroën) er í 6. sæti eins og áður. Hlutdeild VW dróst lítillega saman en PSA jók sína markaðshlutdeild um 0,6%.