[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Njósnamynd náðist nýlega af næstu kynslóð Honda Accord, þeirri sjöundu, þar sem verið var að prófa hana í Bandaríkjunum. Myndin sýnir rennilegri bíl en núverandi gerð og hann er væntanlegur á markað í Bandaríkjunum í haust.
Njósnamynd náðist nýlega af næstu kynslóð Honda Accord, þeirri sjöundu, þar sem verið var að prófa hana í Bandaríkjunum. Myndin sýnir rennilegri bíl en núverandi gerð og hann er væntanlegur á markað í Bandaríkjunum í haust. Bandaríska gerð bílsins verður með 2,4 lítra, fjögurra strokka bensínvél en einnig verður í boði V6 vél. Í Evrópu verður bíllinn einnig í boði með dísilvél. Evrópska gerðin verður eins í útliti, jafnt að utan sem innan, og bandaríska og japanska gerðin, að því er fram kemur í frétt frá just-auto.com.