FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðið Jiang Zemin, forseta Alþýðulýðveldisins Kína, í opinbera heimsókn til Íslands um miðjan júnímánuð.

FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hefur boðið Jiang Zemin, forseta Alþýðulýðveldisins Kína, í opinbera heimsókn til Íslands um miðjan júnímánuð. Í för með forseta Kína verða meðal annarra Qian Qichen varaforsætisráðherra og Tang Jia Xuan utanríkisráðherra og fjölmargir aðrir forystumenn úr stjórnkerfi landsins.

Auk funda með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, mun Jiang Zemin, forseti Alþýðulýðveldisins Kína, eiga viðræður við Davíð Oddsson forsætisráðherra og Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra. Jiang Zemin forseti og fylgdarlið munu jafnframt kynna sér íslenska avinnuhætti, sögu og menningu, segir í frétt frá skrifstofu forseta Íslands.