Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Fríkirkjan í Hafnarfirði.
Í kvöld, sunnudag, verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20 að venju en slíkar kvöldvökur eru í kirkjunni einu sinni í mánuði. Að þessu sinni er umfjöllunarefni kvöldvökunnar vorið og hin hækkandi sól.

Í kvöld, sunnudag, verður kvöldvaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og hefst hún kl. 20 að venju en slíkar kvöldvökur eru í kirkjunni einu sinni í mánuði. Að þessu sinni er umfjöllunarefni kvöldvökunnar vorið og hin hækkandi sól. Lesin verða falleg vor- og sumarljóð og fluttir sálmar þar sem vorið og sólin koma við sögu. Það er Örn Arnarson tónlistarmaður og hljómsveit hans sem leiða sönginn ásamt kór Fríkirkjunnar. Mun kórinn flytja stutta sumardagskrá.

Starfsfólk Fríkirkjunnar hvetur safnaðarfólk til þess að fjölmenna til kirkjunnar og fagna þeim björtu dögum sem framundan eru.

Dómkirkjan - sumarnámskeið barnanna

Námskeiðin standa yfir frá 10. júní til 9. ágúst og einkennast þau af útiveru, fræðslu og fjöri, stuttum ferðum og þroskandi leikum. Grillveisla í lok hvers námskeiðs.

Námskeiðsgjald er 2.800 fyrir 4 daga og 3.500 fyrir 5 daga. Systkinaafsláttur og léttar veitingar á hverjum degi.

Ennþá eru nokkur pláss laus og fer skráning fram í safnaðarheimili Dómkirkjunnar á virkum dögum kl. 9-16 og í símum 520-9700/866-3080 og á netfanginu: torvaldur@domkirkjan.is