MANÚELA Ósk Harðardóttir var á dögunum kjörin fegurðardrottning Íslands á Broadway. Auk þess hlaut hún titillinn Netstúlkan en sá titill var í höndum almennings sem valdi á veraldarvefnum.

MANÚELA Ósk Harðardóttir var á dögunum kjörin fegurðardrottning Íslands á Broadway. Auk þess hlaut hún titillinn Netstúlkan en sá titill var í höndum almennings sem valdi á veraldarvefnum. Manúela er 18 ára og var að klára þriðja námsár sitt á náttúrufræðibraut í Menntaskólanum í Reykjavík. Í sumar hyggst Manúela leggjast í víking, fyrst til Bandaríkjanna nú í júní og svo fer hún í útskriftarferð með samnemendum sínum til Krítar í ágúst.

En hvernig skyldi fegursta fljóð Íslands hafa það í dag?

Ég hef það mjög gott.

Hvað ertu með í vösunum?

Ég er ekki með vasa, allt mitt dót er í töskunni.

Er mjólkurglasið hálftómt eða hálffullt?

Alltaf hálffullt.

Ef þú værir ekki fegurðardrottning og nemi hvað vildirðu þá helst vera?

Ballerína.

Hefurðu tárast í bíó?

Já, ég viðurkenni það alveg en man reyndar ekki yfir hverju ég táraðist síðast.

Hverjir voru fyrstu tónleikarnir sem þú fórst á?

Tónleika með Bubba Morthens frænda mínum þegar ég var krakki.

Hvaða leikari fer mest í taugarnar á þér?

Jim Carrey.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Góður matur.

Finndu fimm orð sem lýsa persónuleika þínum vel.

Ákveðin, skipulögð, óeigingjörn, góð og glaðlynd.

Bítlarnir eða Rolling Stones?

Bítlarnir.

Hver var síðasta bók sem þú last tvisvar?

Íslandsklukkan.

Hvaða lag kveikir blossann?

"Let's stay together" með Al Green.

Hvaða plötu keyptirðu síðast?

Songs in A minor með Alicia Keys.

Hvert er þitt mesta prakkarastrik?

Ég held að það sé varla prenthæft...

Hver er furðulegasti matur sem þú hefur bragðað?

Kolkrabbi og strútskjöt.

Hverju sérðu mest eftir í lífinu?

Ég reyni bara að sjá ekki eftir hlutunum heldur læra bara af mistökunum.

Trúir þú á líf eftir dauðann?

Verður maður ekki að trúa því? Annars væri þetta allt svo tilgangslaust.

Manúela Ósk Harðardóttir