Sólin kyndir klakatind, kætir vinda-bragur. Dregur í skyndi dýrðarmynd dagur yndisfagur. --- Sólin hellir geislaglóð. Gleður kellu ljóminn, þegar Elli yfir fljóð er að fella...

Sólin kyndir klakatind,

kætir vinda-bragur.

Dregur í skyndi dýrðarmynd

dagur yndisfagur.

---

Sólin hellir geislaglóð.

Gleður kellu ljóminn,

þegar Elli yfir fljóð

er að fella dóminn.

Guðlaug Guðnadóttir