[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Galdramaður ætti að geta komið fram hvar sem er og þessi galdur hentar við matarborðið og nú geturðu látið venjulegan borðhníf haldast við hendurnar á þér. Áhöld: Einn borðhnífur.

Galdramaður ætti að geta komið fram hvar sem er og þessi galdur hentar við matarborðið og nú geturðu látið venjulegan borðhníf haldast við hendurnar á þér.

Áhöld: Einn borðhnífur.

Aðferð: Flæktu fingurnar saman eins og sýnt er á mynd 1, en ekki taka hnífinn strax upp. Þegar þú vefur fingrunum saman, haltu þá einum fingri leynilega inni í lófanum, sjá mynd 2. Ef þú kemur fingrunum rétt fyrir getur enginn séð frá hinni hliðinni að einn fingurinn er falinn.

Nú tekurðu hnífinn upp og kemur honum fyrir bakvið leyniputtann, en haldu þumalfingrunum þannig að það líti út einsog þeir haldi hnífnum. Hægt og rólega, og mjög einbeitt/ur á svip sleppirðu gripi fingranna af hnífnum. Og það lítur út einsog hnífurinn sé fastur á segulmagnaðan hátt við lófa þína.

Eftir smástund sleppirðu hnífnum og leyfir borðfélögunum þínum að skoða á þér hendurnar og hnífinn. Þetta er galdur!