Eitt verkanna á samsýningu ungra norrænna leirlistamanna í Galleríi Reykjavík sem verður opnuð á morgun.
Eitt verkanna á samsýningu ungra norrænna leirlistamanna í Galleríi Reykjavík sem verður opnuð á morgun.
SAMSÝNING norrænna leirlistamanna verður opnuð í Galleríi Reykjavíkur á morgun, mánudag, kl. 17.

SAMSÝNING norrænna leirlistamanna verður opnuð í Galleríi Reykjavíkur á morgun, mánudag, kl. 17. Sýningin er undir hatti Nordic Networc sem samanstendur af ungum norrænum leirlistamönnum sem var boðið að vinna að sameiginlegri sýningu í Danmörku veturinn 2001 og var haldin í Keramikmuseet Grimmerhus í Middelfart á Fjóni febrúar - apríl sl. og nú er sýning hingað komin.

Þátttakendur eru Ruth Moen (N), Helga Birgisdóttir, Ingela Jonasson (S), Carolyn Linda Jeans (ISL), Heidi Graungaard (D/N), Anders Ruhwals, Ina Sander Nielsen og Heidi Sachman (D). Listamennirnir hafa ólíkan bakgrunn og sýningin samanstendur af hönnun nytjahluta, skúlptúr og innsetningum þar sem hver og einn listamaður vinnur frjálst með eigin hugmyndir.

Í tengslum við sýninguna mun Louise Mazanti listakona og listfræðingur frá Danmörku halda fyrirlestur í Listaháskóla Íslands þar sem hún veltir fyrir sér sérstöðu norrænnar listar og hvar staðsetja skuli keramikið í nútíðinni.

Þátttakendur sýningarinnar munu einnig kynna sig og verk sín. Dagskrá þessi mun fara fram í Listaháskóla Íslands Skipholti 1 dagana 4. og 5. júní milli kl. 10 og 15.

Galleríið er opið: virka daga 12-18 og laugardaga 11-16 og lýkur sýningunni 26. júní.