Í NOREGI var 91.375 atvinnu- og fólksbifreiðum fargað gegn greiðslu á árinu 2000, sem var 3,5% frá árinu 1999. Norðmenn hafa tekið saman aldur þeirra bíla sem var eytt og gefur það vissa hugmynd um endingu hinna mismunandi tegunda.

Í NOREGI var 91.375 atvinnu- og fólksbifreiðum fargað gegn greiðslu á árinu 2000, sem var 3,5% frá árinu 1999. Norðmenn hafa tekið saman aldur þeirra bíla sem var eytt og gefur það vissa hugmynd um endingu hinna mismunandi tegunda. Meðalaldur fargaðra Mercedes-Benz-bíla var hæstur, 20,4 ár, en næsthæsti meðaldurinn var í Volvo-bílum, 19,8 ár. Árið 2000 var 6.867 Volvo-fólksbílum fargað sem voru eldri en 15 ára. Þetta var 87% allra Volvo-bíla sem var fargað það ár. Volvo hafði hæsta hlutdeild fargaðra bíla í aldursflokknum 15 ára og eldri. Mercedes-Benz og Saab fylgdu í kjölfarið með 86,9 og 86,6% í þessum aldursflokki.

Meðalaldur allra fargaðra bíla var árið 2000 tíu ár.