RENAULT Espace-fjölnotabíllinn og Rover 200-fólksbíllinn eru þeir bílar sem höfðu mesta tjónatíðni á síðasta ári í Þýskalandi, samkvæmt talnalegri úrvinnslu á útköllum hjá ADAC-samtökunum í Þýskalandi, systursamtökum FÍB á Íslandi.

RENAULT Espace-fjölnotabíllinn og Rover 200-fólksbíllinn eru þeir bílar sem höfðu mesta tjónatíðni á síðasta ári í Þýskalandi, samkvæmt talnalegri úrvinnslu á útköllum hjá ADAC-samtökunum í Þýskalandi, systursamtökum FÍB á Íslandi. ADAC sinnti ásamt samstarfsaðilum 3,5 milljónum útkalla vegna bilunar bíla á vegum úti á síðasta ári en niðurstöðurnar ná til bíla sem eru eldri en fjögurra ára og hafa selst í meira en tíu þúsund eintökum í Þýskalandi.

Renault Espace var, eins og árið 2000, sá bíll sem mest bilar. Toyota Starlet, sem nú er ekki lengur framleiddur, státaði af minnstri bilanatíðni. Algengustu bilanirnar eru í rafkerfi bíla.

Mesta bilanatíðni (af hverjum 1.000 bílum)

Renault Espace....................48,1.

Rover 200............................45,6.

Opel Omega........................39,6.

Fiat Bravo/Brava/Marea.....39,1.

Renault Mégane/Scénic......36,7.

Fiat Punto............................36,1.

Volvo S70/V70/850............34,3.

VW Sharan..........................33,2.

Renault Laguna...................32,5.

Skoda Felica........................32,2.

Minnsta bilanatíðnin (af hverjum 1.000 bílum)

Toyota Starlet..................6,8.

Mercedes-Benz SLK.......8,0.

BMW Z3.........................8,5.

Toyota Carina/Avensis....8,6.

Suzuki Baleno..................9,5.

Toyota Corolla.................9,7.

Honda Civic/CRX............9,7.

Nissan Almera..................11,3.

Mitsubishi Carisma...........11,7.

Mazda 323.........................12,3.