Will Smith: Aftur í svörtu fötin.
Will Smith: Aftur í svörtu fötin.
ÞEIR bíógestir, sem hafa beðið með óþreyju eftir framhaldi af Men in Black , þurfa ekki lengur að bíða því von er á þeim félögum Will Smith, Tommy Lee Jones og Rip Torn að nýju á hvíta tjaldið. Leikstjóri er sem fyrr Barry Sonnenfeld .
ÞEIR bíógestir, sem hafa beðið með óþreyju eftir framhaldi af Men in Black , þurfa ekki lengur að bíða því von er á þeim félögum Will Smith, Tommy Lee Jones og Rip Torn að nýju á hvíta tjaldið. Leikstjóri er sem fyrr Barry Sonnenfeld . Í nýju myndinni þarf J ( Will Smith ) á verulegri hjálp að halda í nýja starfinu sínu í svartfatadeildinni og tekur til þess bragðs að hafa upp á gamla kennaranum sínum K ( Tommy Lee Jones ). Búast má við því að fjölda þekktra aukaleikara bregði fyrir og margar kynlegar skepnur verði á sveimi í nágrenninu, hrellandi vammlausa borgarbúa enda eru ærsl og grín allsráðandi í veröld þeirra MiB-manna.