PÁLL Valsson, rithöfundur og íslenskufræðingur, fjallar um Jónas Hallgrímsson og Þingvelli í fyrstu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins. Páll Valsson fékk Íslensku bókmentaverðlaunin árið 1999 í flokki fræðirita fyrir ritið Jónas Hallgrímsson, ævisaga.

PÁLL Valsson, rithöfundur og íslenskufræðingur, fjallar um Jónas Hallgrímsson og Þingvelli í fyrstu fimmtudagskvöldgöngu sumarsins. Páll Valsson fékk Íslensku bókmentaverðlaunin árið 1999 í flokki fræðirita fyrir ritið Jónas Hallgrímsson, ævisaga.

Í gönguferðinni mun Páll meðal annars ræða um náttúrusýn Jónasar og hugmyndir hans og Fjölnismanna um endurreisn Alþingis. Gangan hefst við útsýnisskífuna á Hakinu klukkan 20 og lýkur við leiði Jónasar fyrir aftan Þingvallakirkju, segir í fréttatilkynningu.