HAGNAÐUR lággjaldaflugfélagsins Ryanair nam 172 milljónum evra, sem svarar til 14.620 milljóna íslenskra króna, á síðasta rekstrarári. Er þetta methagnaður hjá félaginu en eftirspurn eftir ódýrum ferðum hefur aukist mjög á undanförnum misserum.

HAGNAÐUR lággjaldaflugfélagsins Ryanair nam 172 milljónum evra, sem svarar til 14.620 milljóna íslenskra króna, á síðasta rekstrarári. Er þetta methagnaður hjá félaginu en eftirspurn eftir ódýrum ferðum hefur aukist mjög á undanförnum misserum.

Í fréttavef BBC kemur fram að farþegum hafi fjölgað að sama skapi hjá Ryanair eða um 38% á rekstrarárinu.

Í samtali við BBC sagði forstjóri Ryanair, Michael O'Leary, að árangurinn væri stórkostlegur með tilliti til þess að árásirnar á Bandaríkin þann 11. september og gin- og klaufaveikitilvik hefðu komið upp á rekstrarárinu.

O'Leary sagðist telja að á næstu tveimur árum mætti búast við um 35% aukningu í flugferðum.