Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla, við skólann í gær.
Gylfi Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla, við skólann í gær.
GYLFI Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla, segir að embættismenn sýslumanns hafi haft samband og óskað eftir að fá afnot af skólanum vegna gæslu Falun Gong-félaganna, sem ekki var veitt landvistarleyfi á Íslandi í gær.

GYLFI Guðmundsson, skólastjóri Njarðvíkurskóla, segir að embættismenn sýslumanns hafi haft samband og óskað eftir að fá afnot af skólanum vegna gæslu Falun Gong-félaganna, sem ekki var veitt landvistarleyfi á Íslandi í gær.

Gylfi segist hafa velt þessu talsvert fyrir sér áður en hann gaf leyfi fyrir að skólinn yrði notaður með þessum hætti. ,,Ég hafði einnig samband við Ellert Eiríksson bæjarstjóra og við vorum sammála um að það væri í lagi að leyfa þetta. Þessi skóli var kannski valinn vegna þess að hér er góð aðstaða, m.a. til að gefa fólki að borða og það er þægilegt að koma upp svefnaðstöðu ef því er að skipta," sagði hann.

Starfsmenn í mötuneyti skólans voru komnir til starfa í gær til að gefa fólkinu að borða. Síðdegis voru svo fluttar svefndýnur inn í skólann.

Aðspurður hvernig það mæltist fyrir að taka skólahúsnæðið undir þessar lögregluaðgerðir sagðist Gylfi ekki hafa orðið var við mikila óánægju vegna þessa þótt eflaust væru einhverjir ekki ánægðir með þetta.

,,Ég sagði að ég liti ekki á þetta sem fangelsun heldur væri ég að leyfa fólki að gista hérna," sagði hann.