AFRIT af safnplötunni Eldhúspartí fm957, fyrstu íslensku geislaplötunni sem átti að vera læst og ómögulegt að afrita, eru nú aðgengileg á Netinu.

AFRIT af safnplötunni Eldhúspartí fm957, fyrstu íslensku geislaplötunni sem átti að vera læst og ómögulegt að afrita, eru nú aðgengileg á Netinu. Þýðir það að einhverjir hafi náð að sneiða hjá afritunarvörninni, spila umrædda plötu í tölvu og taka afrit af henni.

Eiður Arnarson, útgáfustjóri Skífunnar, segist vita til þess að mönnum hafi tekist að afrita plötuna læstu og að hún gangi nú manna á millum á Netinu. Hann segist allt eins hafa búist við að það myndi gerast en sér komi þó á óvart hversu auðvelt það virðist hafa verið. Ekki er ljóst að sögn Eiðs hvort eða hversu mikið þetta kemur niður á sölu plötunnar sem hann segir þó hafa staðið undir væntingum.