Jodie Foster er við öllu búin á heimili sínu í Panic Room.
Jodie Foster er við öllu búin á heimili sínu í Panic Room.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
ÞAR KOM þá að því að einhverjum tækist að ryðja Klónunum úr toppsæti listans yfir tekjuhæstu myndir kvikmyndahúsanna.

ÞAR KOM þá að því að einhverjum tækist að ryðja Klónunum úr toppsæti listans yfir tekjuhæstu myndir kvikmyndahúsanna. Eftir að hafa vermt efsta sæti listans síðustu þrjár vikurnar var komið að þeim að víkja fyrir tveimur nýjum myndum af þeim fimm sem frumsýndar voru í vikunni.

Í kvikmyndinni Panic Room sést leikkonan Jodie Foster í fyrsta sinn á hvíta tjaldinu síðan árið 1999 er hún lék í Anna and the King. Foster fer hér með hlutverk einstæðrar móður sem flytur með dóttur sinni í hús með vafasama fortíð sem fljótt fer að ásækja mæðgurnar. Þegar þrír þjófar brjótast inn í húsið að næturlagi fela þær sig í "neyðarherberginu", sem er eins konar leyniherbergi í húsinu, hannað í þeim tilgangi að dyljast.

Leikstjóri myndarinnar er ekki ómerkari maður en David Fincher sem áður hefur gert garðinn frægan með spennumyndunum Seven, The Game og Fight Club.

Að sögn Jóns Gunnars Geirdal, markaðsstjóra Skífunnar, sáu um 3.500 manns Panic Room síðastliðna helgi. Þó að það teljist vissulega ágæt aðsókn er greinilegt á öllu að Íslendingar hafa heldur viljað njóta veðurblíðunnar síðustu daga en að hreiðra um sig í myrkum bíósalnum.

Það er hjartaknúsarinn Josh Hartnett sem leikur aðalhlutverkið í kynlífskómedíunni 40 dagar og 40 nætur sem gekk næstbest allra mynda sem sýndar voru í kvikmyndahúsum um helgina.