EINS og gengur og gerist á öðrum bæjum stendur yfir sauðburður á bænum Setbergi í Fellum. Þar er hið vænsta fé af sunnlenskum stofni.
EINS og gengur og gerist á öðrum bæjum stendur yfir sauðburður á bænum Setbergi í Fellum. Þar er hið vænsta fé af sunnlenskum stofni. Kaðlín heitir hún, fjögurra vetra móðir lambanna fjögurra sem Helgi Hjálmar Bragason bóndi heldur svo umhyggjusamlega í faðmi sér. Hún hefur tvisvar verið þrílembd en eykur nú við sig. Tvær stallsystur hennar voru einnig fjórlembdar þetta vorið og þykir bónda nóg um.