ÞRJÁR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Glerárskóla á Akureyri. Umsækjendur eru: Halldór Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Glerárskóla, Karl Erlendsson, skólastjóri Þelamerkurskóla, og Úlfar Björnsson, skólastjóri Oddeyrarskóla.

ÞRJÁR umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Glerárskóla á Akureyri. Umsækjendur eru: Halldór Gunnarsson, aðstoðarskólastjóri Glerárskóla, Karl Erlendsson, skólastjóri Þelamerkurskóla, og Úlfar Björnsson, skólastjóri Oddeyrarskóla.

Vilberg Alexandersson, sem verið hefur skólastjóri Glerárskóla undanfarin 35 ár, er nú að láta af störfum. Glerárskóli er einsetinn grunnskóli með um 430 nemendur og yfir 50 starfsmenn, þar af um 30 kennara. Hlutfall fagmenntaðra kennara við skólann er nú yfir 90%. Skólinn er fullbyggður og við hann eru íþróttahús og sundlaug.