SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins hefur enska 1. deildarliðið Wolves gert landsliðsmanninum Ívari Ingimarssyni tilboð en samningur Ívars við enska 2. deildarliðið Brentford rennur út á næstu dögum.

SAMKVÆMT áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins hefur enska 1. deildarliðið Wolves gert landsliðsmanninum Ívari Ingimarssyni tilboð en samningur Ívars við enska 2. deildarliðið Brentford rennur út á næstu dögum. Ólafur Garðarsson, umboðsmaður Ívars, staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að tilboð hefði borist í Ívar frá sterku 1. deildarliði en hann vildi ekki nefna nafn þess að svo stöddu.

Wolves missti af sæti í úrvalsdeildinni á nýliðinni leiktíð eftir að hafa tapað fyrir Norwich í fyrstu umferð aukakeppninnar um laust sæti í úrvalsdeildinni. Knattspyrnustjóri liðsins er Dave Jones.