Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, í hópi kvenna á fyrsta fundi bæjarstjórnar í gær. F.v. Valgerður H. Bjarnadóttir skrifari, Þóra Ákadóttir forseti , Kristján Þór og Gerður Jónsdóttir skrifari .
Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, í hópi kvenna á fyrsta fundi bæjarstjórnar í gær. F.v. Valgerður H. Bjarnadóttir skrifari, Þóra Ákadóttir forseti , Kristján Þór og Gerður Jónsdóttir skrifari .
KONUR eru í meirihluta í nýrri bæjarstjórn Akureyrar, en fyrsti fundur hennar var síðdegis í gær. Alls náðu nú 6 konur kjöri í bæjarstjórn af 11 fulltrúum og er þetta í fyrsta skipti sem konur skipa meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri.

KONUR eru í meirihluta í nýrri bæjarstjórn Akureyrar, en fyrsti fundur hennar var síðdegis í gær. Alls náðu nú 6 konur kjöri í bæjarstjórn af 11 fulltrúum og er þetta í fyrsta skipti sem konur skipa meirihluta í bæjarstjórn á Akureyri.

Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur mynda nýjan meirihluta í bæjarstjórn og er Kristján Þór Júlíusson bæjarstjóri og Jakob Björnsson formaður bæjarráðs. Þá var Þóra Ákadóttir kjörin forseti bæjarstjórnar á fundinum í gær. Jakob Björnsson er fyrsti varaforseti og Oktavía Jóhannesdóttir annar varaforseti. Þær Gerður Jónsdóttir og Valgerður H. Bjarnadóttir voru kjörnar skrifarar bæjarstjórnar.

Í bæjarráði verða, auk Jakobs, Þórarinn B. Jónsson, varaformaður, Sigrún Björk Jakobsdóttir, Oddur Helgi Halldórsson, Oktavía Jóhannesdóttir og þá situr Valgerður H. Bjarnadóttir í bæjarráði sem áheyrnarfulltrúi.

Bjarni Jónasson er formaður atvinnumálanefndar, Heiða Hauksdóttir formaður áfengis- og vímuvarnanefndar, Jakob Björnsson formaður félagsmálaráðs og einnig formaður framkvæmdaráðs. Guðný Jóhannesdóttir er formaður íþrótta- og tómstundaráðs, Björn Snæbjörnsson formaður jafnréttis- og fjölskyldunefndar og Sigrún Björk Jakobsdóttir formaður menningarmálanefndar. Ingimar Eydal stýrir náttúruverndarnefnd, Jón Kr. Sólnes skólanefnd og Páll Tómasson er formaður stjórnar Norðurorku. Þá er Guðmundur Jóhannsson formaður umhverfisráðs.

Kristján Þór gerði á fundinum grein fyrir málefnasamningi meirihlutaflokkanna og helstu framkvæmdum sem ráðist verður í á komandi kjörtímabili. Oktavía Jóhannesdóttir, Samfylkingu, gagnrýndi samninginn, sagði hann langan en ekki að sama skapi innihaldsdrjúgan og hlutur framsóknar væri heldur rýr. Þá fannst henni samningurinn loðinn og óskýr, fátt væri þar nýtt að finna og skortur væri á ferskum andblæ.