UNDUR fyrir augað er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 12, í tilefni af þrjátíu ára afmæli Linsunnar.

UNDUR fyrir augað er yfirskrift sýningar sem nú stendur yfir hjá Handverki og hönnun, Aðalstræti 12, í tilefni af þrjátíu ára afmæli Linsunnar.

Níu listamenn eiga verk á sýningunni en þeir eru Eiríkur Smith, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Axel Björnsson, Kogga, Kristján Davíðsson, Óli G. Jóhannsson, Steinunn Þórarinsdóttir, Vignir Jóhannsson og Þóra Sigurþórsdóttir.