HANN minnir eilítið á kúreka úr villta vestrinu, hestamaðurinn með barðastóra hattinn, sem fékk sér reiðtúr á hestasvæðinu í Víðidal í gær. Sól skein í heiði og jörðin var brakandi þurr og þá er fátt betra en að njóta lífsins úti í náttúrunni.
HANN minnir eilítið á kúreka úr villta vestrinu, hestamaðurinn með barðastóra hattinn, sem fékk sér reiðtúr á hestasvæðinu í Víðidal í gær. Sól skein í heiði og jörðin var brakandi þurr og þá er fátt betra en að njóta lífsins úti í náttúrunni. Hitinn komst enda í 23 stig um miðjan dag í Reykjavík í gær og er þetta mesti hiti sem mældur hefur verið í júnímánuði í borginni frá upphafi mælinga, árið 1920. Heldur svalara veður var hins vegar í öðrum landshlutum í gær. Í dag er gert ráð fyrir að hiti verði víða 13-20 stig að deginum, en hlýjast verður á suðvesturhorninu.