GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik og er samningur hennar við Hlíðarendaliðið til tveggja ára.
GUÐRÍÐUR Guðjónsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennaliðs Vals í handknattleik og er samningur hennar við Hlíðarendaliðið til tveggja ára. Hún tekur við starfi Elvars Erlingssonar sem þjálfað hefur Valsliðið undanfarin tvö ár en hann er kominn til FH sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins. Guðríður er öllum hnútum kunnug í handboltafræðunum. Hún var um árabil í hópi fremstu handknattleikskvenna landsins þar sem hún lék með Fram allan sinn feril og landsliðinu og var síðan þjálfari Safamýrarliðsins - síðast fyrir fjórum árum. Móðir hennar, Sigríður Sigurðardóttir, Íþróttamaður ársins 1964, varð aftur á móti margfaldur Íslandsmeistari með Val, fyrirliði liðsins og landsliðsins.