ÞRIGGJA manna nefnd lögfræðinga tilkynnti í gær að hún hefði hafnað kæru framsóknarmanna í Borgarbyggð vegna sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð og standa úrslitin því óbreytt.

ÞRIGGJA manna nefnd lögfræðinga tilkynnti í gær að hún hefði hafnað kæru framsóknarmanna í Borgarbyggð vegna sveitarstjórnarkosninganna í Borgarbyggð og standa úrslitin því óbreytt.

Kosningarnar fóru þannig að D-listi sjálfstæðismanna fékk fjóra menn kjörna, B-listi framsóknarmanna fékk þrjá menn kjörna og L-listi Borgarbyggðarlista fékk tvo menn kjörna. Annar maður á L-lista og fjórði maður á B-lista voru með jafnmörg atkvæði á bak við sig og var af þeim sökum varpað hlutkesti um sætið, sem féll í skaut L-lista.

Í nefndinni voru héraðsdómslögmennirnir Tryggvi Bjarnason og Jón Haukur Hauksson á Akranesi og Stefán Skjaldarson, skattstjóri á Vesturlandi.