Í LOK maí voru 3.953 skráðir atvinnulausir borið saman við 2.096 í maí í fyrra, samkvæmt gögnum vinnumiðlana og samantekt Hagstofu Íslands. Af skráðum atvinnulausum í maí sem leið voru 1.056 manns eða 26,7% á aldrinum 15 til 24 ára en 22,8% í maí 2001.

Í LOK maí voru 3.953 skráðir atvinnulausir borið saman við 2.096 í maí í fyrra, samkvæmt gögnum vinnumiðlana og samantekt Hagstofu Íslands.

Af skráðum atvinnulausum í maí sem leið voru 1.056 manns eða 26,7% á aldrinum 15 til 24 ára en 22,8% í maí 2001. 801 einstaklingur eða 20,3% hafði verið sex mánuði eða lengur á atvinnuleysisskrá í maí miðað við 24,9% í lok maí 2001.

Tölur um atvinnulausa ná til allra sem eru skráðir atvinnulausir á viðmiðunardegi burtséð frá því hvort þeir eigi rétt á bótum eða ekki.