DANSKA lögreglan skýrði frá því á mánudag, að hún hefði komið upp um eiturlyfjahring, sem samanstóð af sumum ofbeldisfyllstu andstæðingum Evrópusambandsaðildar Dana.

DANSKA lögreglan skýrði frá því á mánudag, að hún hefði komið upp um eiturlyfjahring, sem samanstóð af sumum ofbeldisfyllstu andstæðingum Evrópusambandsaðildar Dana. Var búist við, að þetta fólk myndi láta til sín taka þegar Danir taka við formennsku í Evrópusambandinu, ESB, 1. júlí næstkomandi.

Alls voru níu menn handteknir en þeir eru allir félagar í vinstrisinnuðum öfgasamtökum, sem kallast "Hinir fullvalda". Eru þau kunn fyrir ofbeldi og fyrir mikil samskipti við lík samtök erlendis.

Lögreglan gerði húsleit á 14 stöðum og fyrir utan eiturlyfin fundust á einum stað efni til sprengjugerðar. Ole Wagner, einn dönsku lögreglumannanna, sagði, að kannað yrði hvort eiturlyfjaféð hefði verið notað til að fjármagna mótmæli sumra Evrópuandstæðinga.

Kaupmannahöfn. AFP.