KRISTINN Magnús Baldursson fæddist 8. febrúar 1924 í Reykjavík. Hann lést á sjómannadaginn 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Baldur Sveinsson, ritstjóri, f. 30. júlí 1883, d. 11.

KRISTINN Magnús Baldursson fæddist 8. febrúar 1924 í Reykjavík. Hann lést á sjómannadaginn 2. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Baldur Sveinsson, ritstjóri, f. 30. júlí 1883, d. 11. janúar 1932, og Maren Ragnheiður Friðrika Pétursdóttir, kennari og umboðsmaður Happdrættis Háskóla Íslands, f. 2. júlí 1884, d. 9. janúar 1974. Systkini Kristins eru: Ragnheiður f. 5. júlí 1915, d. 17. nóvember 1918, Kristjana, f. 10. október 1916, d. 14. apríl 1917, Ragnheiður Kristjana, f. 20. október 1919, og Sigurður, f. 3. janúar 1923.

Kristinn kvæntist 31. maí 1952 Sigríði Þorvaldsdóttur, hjúkrunarfræðingi, fv. hjúkrunarforstjóra Heilsugæslustöðvarinnar í Árbæ, f. 22. desember 1929 á Sauðárkróki. Foreldrar hennar voru hjónin Þorvaldur Þorvaldsson, verka- og ökumaður á Sauðárkróki, f. 4. febrúar 1884, d. 27. desember 1930, og Helga Jóhannesdóttir, húsfreyja, f. 26. júlí 1898, d. 13. nóvember 1979. Fósturforeldrar Sigríðar voru Þórður Magnússon Blöndal, búfræðingur og verslunarmaður, f. 21. desember 1885, d. 30. október 1949, og hálfsystir hans, Elín Sigríður Magnúsdóttir Blöndal, húsfreyja, f. 29. mars 1894, d. 3. janúar 1975.

Börn Kristins og Sigríðar eru: 1) Þórður, f. 22. september 1952, kvæntur Sigríði Ásgeirsdóttur, f. 20. apríl 1953. Þau eiga tvo syni, Andrés Pétur Rúnarsson, f. 18. febrúar 1971, og Ásgeir, f. 6. nóvember 1975. 2) Elín Sigríður, f. 30. mars 1954. 3) Kristjana, f. 11. desember 1955, vinur hennar er Örn Ólafsson, f. 18. júlí 1956. 4) Pétur, f. 14. júní 1964, kvæntur Katrínu Gísladóttur, f. 28. maí 1962. Þau eiga tvo syni, Birgi, f. 19. júlí 1991, og Kristin Magnús, f. 9. febrúar 1996.

Kristinn lauk stúdentsprófi frá MR vorið 1942 og lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands vorið 1948. Hann var starfsmaður hjá Sveini Benediktssyni, framkvæmdastjóra, frá vorinu 1948 til ársloka 1975. Jafnframt fulltrúi á skrifstofu Síldarverksmiðja ríkisins í Reykjavík frá haustinu 1948 til ársloka 1976, síðan aðstoðarframkvæmdastjóri þar til loka júlí 1984. Starfaði síðan við endurskoðun og bókhald í hlutastarfi, lengst af fyrir útgerðarfyrirtækið Ingimund hf. Í gegnum tíðina sat Kristinn í stjórnum ýmissa félaga og fyrirtækja.

Útför Kristins hefur farið fram í kyrrþey.