KONA var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús eftir bílveltu á Laugadalsvegi á móts við Þóroddsstaði skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Þá var ökumaður og annar farþegi fluttir með sjúkrabílum á Landspítala - háskólasjúkrahús.
KONA var flutt með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús eftir bílveltu á Laugadalsvegi á móts við Þóroddsstaði skömmu eftir miðnætti í fyrrinótt. Þá var ökumaður og annar farþegi fluttir með sjúkrabílum á Landspítala - háskólasjúkrahús. Að sögn lögreglunnar á Selfossi þurfti að klippa bílinn til að ná fólkinu út. Konan, sem flutt var með þyrlunni, slasaðist mest, en hún er þó ekki alvarlega slösuð. Andlitsbein hennar brotnuðu, en hún var farþegi í framsæti. Fólkið er um eða undir tvítugu. Skömmu áður en slysið varð hafði fólkið sett á sig öryggisbelti.