Á FYRSTA ársfjórðungi líðandi árs voru 157.300 manns starfandi samanborið við 158.000 á sama tíma í fyrra, en þetta jafngildir 0,5% fækkun. Hagstofa Íslands hefur birt útreikninga sína um áætlaðan fjölda starfandi eftir ársfjórðungum.
Á FYRSTA ársfjórðungi líðandi árs voru 157.300 manns starfandi samanborið við 158.000 á sama tíma í fyrra, en þetta jafngildir 0,5% fækkun. Hagstofa Íslands hefur birt útreikninga sína um áætlaðan fjölda starfandi eftir ársfjórðungum. Þetta er í þriðja sinn sem Hagstofan birtir þessa útreikninga en þeir eru byggðir á gögnum ríkisskattstjóra um staðgreiðslu af launum og reiknuðu endurgjaldi auk þess sem hliðsjón er höfð af niðurstöðum vinnumarkaðsrannsókna Hagstofunnar. Samkvæmt þessum útreikningum fækkaði starfandi karlmönnum um 1.900 milli ára en starfandi konum fjölgaði um 1.100 á fyrsta ársfjórðungi 2002 miðað við sama ársfjórðung í fyrra.