* ÞORMÓÐUR Egilsson , reyndasti leikmaður KR , komst í 8. sætið yfir leikjahæstu leikmenn efstu deildar í knattspyrnu frá upphafi í fyrrakvöld þegar lið hans mætti Keflavík. Þormóður lék sinn 226.

* ÞORMÓÐUR Egilsson , reyndasti leikmaður KR , komst í 8. sætið yfir leikjahæstu leikmenn efstu deildar í knattspyrnu frá upphafi í fyrrakvöld þegar lið hans mætti Keflavík. Þormóður lék sinn 226. leik og hefur í tveimur síðustu leikjum komist upp fyrir Ásgeir Elíasson (225) og Ragnar Margeirsson (224) á listanum.

* KRISTINN Hafliðason kom inn á sem varamaður hjá KR í Keflavík og spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu en hann missti af fyrstu fjórum umferðunum vegna meiðsla.

* GUÐMUNDUR Steinarsson , framherji Keflavíkur , reyndist ekki alvarlega slasaður eftir samstuð í leik gegn KR á mánudagskvöld. Guðmundur og Gunnar Einarsson , leikmaður KR , rákust saman og við það fékk Guðmundur þungt högg á höfuðið og missti meðvitund um stund. Við rannsókn á sjúkrahúsinu í Reykjanesbæ í gær kom hins vegar í ljós að Guðmundur hafði tognað á hálsi og í baki og fékk hann að fara heim að skoðun lokinni. Búist er við að hann verði fljótlega klár í slaginn aftur.

* VICTOR Pua , landsliðsþjálfari Úrúgvæs í knattspyrnu, sagði starfi sínu lausu í gær eftir að liði hans mistókst að komast í 16 liða úrslit á heimsmeistaramótinu.

* SUNNA Gestsdóttir úr Tinda stóli keppti á laugardaginn á frjálsíþróttamóti í Lillehammer í Noregi . Náði hún bestu tímum sínum á árinu í 100 m og 200 m hlaupi. Hún varð í 5. sæti í 100 m hlaupinu á 12,10 sek. og í 3. sæti í 200 m hlaupinu á 24,42 sek. Þá hljóp hún 60 m hlaup á 7,80 sek. Þetta er betri árangur hjá Sunnu en hún náði á síðasta ári, en þá hljóp hún best á 12,11 sek. í 100 m og 24,47 sek. í 200 m, en þeim tímum náði Sunna á Smáþjóðaleikunum á San Marínó .