HALDINN verður fundur í flokksstjórn Samfylkingarinnar í nýja Haukaheimilinu Ásvöllum í Hafnarfirði, fimmtudaginn 13. júní kl. 17. Setning fundar og ræða Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar.

HALDINN verður fundur í flokksstjórn Samfylkingarinnar í nýja Haukaheimilinu Ásvöllum í Hafnarfirði, fimmtudaginn 13. júní kl. 17.

Setning fundar og ræða Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar. Ávarp frá bæjarfulltrúum í Hafnarfirði og Árborg. Erindi halda: Ingvar Sverrisson, Einar Karl Haraldsson, Stefán Jón Hafstein og Hólmfríður Garðarsdóttir. Almennar umræður.

Fundurinn er öllum opinn. Allir nýkjörnir sveitarstjórnarmenn eiga sjálfkrafa sæti í flokksstjórn, segir í fréttatilkynningu.