ÞRÍR fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrslu hennar um fjárframlög ríkisins til Sólheima í Grímsnesi fyrir fjárlaganefnd Alþingis á mánudag.

ÞRÍR fulltrúar Ríkisendurskoðunar kynntu skýrslu hennar um fjárframlög ríkisins til Sólheima í Grímsnesi fyrir fjárlaganefnd Alþingis á mánudag.

Eins og fram hefur komið gerði Ríkisendurskoðun ýmsar athugasemdir við starfsemi Sólheima á dögunum og kemur m.a. fram í skýrslunni að framlögum ríkisins hafi ekki verið varið í samræmi við samning ríkisins og Sólheima, en að mati Sólheima var samningurinn ekki lengur í gildi.

Einar Oddur Kristjánsson, varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, segir að ríkisendurskoðandi og tveir starfsmenn stofnunarinnar til viðbótar hafi farið yfir skýrsluna með fjárlaganefndinni, en hún hafi ekki tekið neina ákvörðun í málinu. Hins vegar hafi efni skýrslunnar verið rætt og ljóst væri að það væri vilji í fjárlaganefndinni til að bera klæði á vopnin.