LÝSTAR kröfur í þrotabú VN veggefnis ehf., áður Metró-Málarans-Veggfóðrarans ehf., í Skeifunni 8 í Reykjavík, nema um 90 milljónum króna skv. upplýsingum frá skiptastjóra, þar af um þriðjungur vegna vangoldinna opinberra gjalda.

LÝSTAR kröfur í þrotabú VN veggefnis ehf., áður Metró-Málarans-Veggfóðrarans ehf., í Skeifunni 8 í Reykjavík, nema um 90 milljónum króna skv. upplýsingum frá skiptastjóra, þar af um þriðjungur vegna vangoldinna opinberra gjalda. Engar eignir fundust í búinu.

Verslanirnar Málarinn og Veggfóðrarinn voru settar á laggirnar á millistríðsárunum en voru sameinaðar árið 1997 og síðan reknar undir merkjum Metró-keðjunnar. Skiptafundur í þrotabúinu verður haldinn 10. júní nk. Komi ekki fram ábendingar um eignir í síðasta lagi á þeim fundi verður skiptum í búinu lokið.