VONBRIGÐI, sorg og reiði eru viðbrögð Frakka við háðulegri útreið franska landsliðsins og sjálfra heimsmeistaranna á HM í knattspyrnu. Tapaði það í gær fyrir Dönum 2-0 og var þar með úr leik.
VONBRIGÐI, sorg og reiði eru viðbrögð Frakka við háðulegri útreið franska landsliðsins og sjálfra heimsmeistaranna á HM í knattspyrnu. Tapaði það í gær fyrir Dönum 2-0 og var þar með úr leik. "Þeir eru of gamlir, of ríkir og ofdekraðir," sagði franskur kráargestur í París og annar sagði, að litla þorpsliðinu sínu hefði örugglega tekist að skora eitt mark í keppninni, sem franska landsliðinu tókst ekki. Í Danmörku var að sjálfsögðu annað upp á teningnum. Þar ætlaði allt um koll að keyra og var mikil hátíð á Ráðhústorginu, sem lögreglan varð þó að rýma vegna sprengjuhótunar. Reyndist vera um gabb að ræða.