MIG langar til að leggja orð í belg út af svari málfarsráðunauta Norðurljósa vegna athugasemda Helgu Guðmundsdóttur við notkun orðanna mexíkanskur og Mexíkani. Það er alrangt hjá málfarsráðunautunum, að þetta sé einhver enskusletta.

MIG langar til að leggja orð í belg út af svari málfarsráðunauta Norðurljósa vegna athugasemda Helgu Guðmundsdóttur við notkun orðanna mexíkanskur og Mexíkani. Það er alrangt hjá málfarsráðunautunum, að þetta sé einhver enskusletta. Þessar tvær orðmyndir koma inn í málið úr dönsku, líklega seint á sextándu öld, og hafa því verið notaðar í íslenzku máli í yfir fjögur hundruð ár. Þær hafa ekkert með ensku að gera, enda kunnu Íslendingar lítið í því máli á miðöldum. Hins vegar eru þær í samræmi við hina spænsku orðmynd, sem notuð er í öllum Norðurlandamálunum. Í mínu ungdæmi voru orðmyndirnar Mexíkói og mexíkóskur óþekktar. Þær munu hafa komið fram fyrir nokkrum árum, líklega fyrir tilstilli Árna heitins Böðvarssonar, sem var málfarsráðunautur ríkisútvarpsins. Orð, sem hafa verið notuð í málinu yfir fjórar aldir, eru svo sannarlega góð íslenzka, og mun ég halda mig við hinar upprunalegu orðmyndir svo lengi, sem ég lifi.

Júlíus.