Leikmenn Argentínu hafa valdið nokkrum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem nú fer fram í Japan og Suður-Kóreu.
Leikmenn Argentínu hafa valdið nokkrum vonbrigðum á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu, sem nú fer fram í Japan og Suður-Kóreu. Uppskeran hefur verið heldur rýr; liðið hefur að vísu þrjú stig eftir 1:0 sigur á Nígeríu en tapaði fyrir Englandi og á í höggi við Svíþjóð nú í morgunsárið. Með sigri fer liðið áfram upp úr riðlinum en þeim grínista, sem ekki er vitað hver er, sem "lagfærði" meðfylgjandi mynd og setti út á Netið, hefur þótt argentínsku stjörnurnar heldur linar af sér. Eins og fínar frúr í innkaupaleiðangri (með fullri virðingu fyrir slíku fólki) ef marka má myndina. Frá vinstri eru: Ariel Ortega, Javier Zanetti, Gabriel Batistuta, Juan Sebastion Veron og Diego Simeone. Spurning hvort þeir hafa eitthvað upp úr krafsinu þegar haldið verður í verslunarleiðangur ásamt Svíunum nú í bítið.