Eins og undanfarin ár eru sumarguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum. Þær eru samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og safnaðanna sem taka á móti okkur hverju sinni.

Eins og undanfarin ár eru sumarguðsþjónustur eldri borgara í Reykjavíkurprófastsdæmum. Þær eru samstarfsverkefni Ellimálaráðs Reykjavíkurprófastsdæma og safnaðanna sem taka á móti okkur hverju sinni.

Að þessu sinni verður guðsþjónustan í Seltjarnarneskirkju miðvikudaginn 12. júní kl. 14:00. Sr. Sigurður Grétar Helgason predikar og þjónar fyrir altari. Litli kór Neskirkju syngur undir stjórn Ingu J. Backman, organisti Viera Manasek.

Á eftir verða veitingar í boði Seltjarnarnessóknar. Allir eru velkomnir.