KANADÍSK þingnefnd hefur lagt til, að Kanadamenn segi sig úr Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráðinu, NAFO, og taki sjálfir að sér stjórn á veiðum úr flökkustofnum við austur- eða Atlantshafsströnd landsins.

KANADÍSK þingnefnd hefur lagt til, að Kanadamenn segi sig úr Norðvestur-Atlantshafsfiskveiðiráðinu, NAFO, og taki sjálfir að sér stjórn á veiðum úr flökkustofnum við austur- eða Atlantshafsströnd landsins.

Þingnefndin segir, að NAFO, sem er alþjóðlegt ráð og stýrir veiðum 17 ríkja utan 200 mílna lögsögunnar við Kanada, hafi mistekist að vernda stofna, sem standa illa. Enn sé um að ræða rányrkju á þorski og rækju utan lögsögunnar þvert ofan í alþjóðlega samninga. Segja nefndarmenn, að NAFO sé orðið hluti af þessum vanda því að það komi í veg fyrir raunhæfar aðgerðir.

Nefndin leggur til, að Kanada dragi sig út úr NAFO í september á næsta ári og komi um leið í veg fyrir þá rányrkju, sem nú eigi sér stað.

Ottawa. AP.