KRISTINN Magnússon og Björn Ásgeir Guðmundsson þreyttu Engeyjarsund á þriðjudagskvöld. Sundið tók þá rúma klukkustund, en sjóhiti var um 10 gráður og skilyrði til sunds góð.

KRISTINN Magnússon og Björn Ásgeir Guðmundsson þreyttu Engeyjarsund á þriðjudagskvöld. Sundið tók þá rúma klukkustund, en sjóhiti var um 10 gráður og skilyrði til sunds góð.

Engeyjarsundið, sem var 2,2 km langt, var fyrsta sjósundið af sjö sem Kristinn hyggst þreyja í sumar, en hann hyggst auk þess synda Viðeyjarsund, Drangeyjarsund, í Hvalfirði og Þingvallavatni, frá Kjalarnesi til Reykjavíkur og við Vestmannaeyjar.

Siglingaklúbburinn Þytur útvegaði bát til fylgdar á þriðjudag en annars mun Björgunarsveit Hafnarfjarðar sjá um að fylgja Kristni. Sundfélag Hafnarfjarðar sér að mestu um framkvæmd sundsins.