27. júní 2002 | Innlendar fréttir | 87 orð

Engeyjarsund fyrsta sjósundið af sjö

KRISTINN Magnússon og Björn Ásgeir Guðmundsson þreyttu Engeyjarsund á þriðjudagskvöld. Sundið tók þá rúma klukkustund, en sjóhiti var um 10 gráður og skilyrði til sunds góð.
KRISTINN Magnússon og Björn Ásgeir Guðmundsson þreyttu Engeyjarsund á þriðjudagskvöld. Sundið tók þá rúma klukkustund, en sjóhiti var um 10 gráður og skilyrði til sunds góð.

Engeyjarsundið, sem var 2,2 km langt, var fyrsta sjósundið af sjö sem Kristinn hyggst þreyja í sumar, en hann hyggst auk þess synda Viðeyjarsund, Drangeyjarsund, í Hvalfirði og Þingvallavatni, frá Kjalarnesi til Reykjavíkur og við Vestmannaeyjar.

Siglingaklúbburinn Þytur útvegaði bát til fylgdar á þriðjudag en annars mun Björgunarsveit Hafnarfjarðar sjá um að fylgja Kristni. Sundfélag Hafnarfjarðar sér að mestu um framkvæmd sundsins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.