3. maí 1991 | Innlendar fréttir | 343 orð

Verðlaunahafar Coldwater: Íshúsfélag Ísfirðinga hlýtur gæðaverðlaun Sjö önnur

Verðlaunahafar Coldwater: Íshúsfélag Ísfirðinga hlýtur gæðaverðlaun Sjö önnur frystihús ná þessum árangri Ísafirði.

Verðlaunahafar Coldwater: Íshúsfélag Ísfirðinga hlýtur gæðaverðlaun Sjö önnur frystihús ná þessum árangri Ísafirði.

PÁLL Pétursson gæðastjóri Coldwater í Bandaríkjunum afhenti Jóni Kristmannssyni verðlaunaskjöld í athöfn sem fram fór í kaffisal Íshúsfélagsins þriðjudagsmorguninn 23. apríl. Framleiðslugæði Íshúsfélagsins hafa verið mikil undanfarin ár og hefur félagið hlotið þessi verðlaun 5 eða 6 sinnum áður. Þrátt fyrir mikinn framleiðslusamdrátt hefur tekið að halda gæðastuðlum í hámarki, en jafnframt náð því að skila hagnaði af rekstrinum.

Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna leggur mikla áherslu á gæðaeftirlit. Þannig voru í för með Páli Sturlaugur Daðason framkvæmdastjóri gæða- og þjónustudeildar SH og Bylgja Hauksdóttir svæðaeftirlitskona SH á Vestfjörðum.

Í ávarpi sem Páll flutti kom fram að gæði afurða frystihúsanna og frystitogaranna innan SH hafi gert ICELANDIC vörumerkið að þekktasta gæðavörumerkinu meðal sjávarafurða í Bandaríkjunum.

Hin frystihúsin sem hlutu gæðaframleiðsluskjöldinn eru: Hraðfrystihús Eskifjarðar, Útgerðarfélag Akureyringa, Skjöldur Sauðárkróki, Vinnslustöðin Vestmannaeyjum, Heimaskagi Akranesi, Þormóður rammi Siglufirði og Fiskiðjan Vestmannaeyjum.

Íshúsfélag Ísfirðinga hefur mátt horfa upp á mikinn samdrátt í vinnslu vegna breytinga í sölu ferskfisks undanfarin ár. Á síðasta ári var framleiðslan um 3.000 tonn af flökum úr 7-8 þúsund tonnum af hráefni en mestur varð aflinn sem unnin var um 14 þúsund tonn. Þá voru framleidd 4.300 tonn af flökum auk saltfisks og skreiðar, en saltfiskur og skreið hefur alls ekki verið unnin síðustu ár vegna hráefnisskorts. Þrátt fyrir þennan mikla samdrátt er fyrirtækið rekið með hagnaði og þar sem nú hefur verið treyst verulega hráefnisöflunin að sögn Jóns Kristmannssonar yfirverkstjóra er útlitið afar bjart. Íshúsfélagið keypti í fyrra hálfan hlut í togaranum Framnesi frá Þingeyri auk þess sem það stóð að kaupum á mb. Fróða frá Ólafsvík sem nú heitir Hafdís og er nú gerð út á línu frá Ísafirði. Þá hefur útgerðarfélagið Hrönn sem gerir út aflaskipið Guðbjörgu nýlega keypt meirihluta í félaginu og binda menn miklar vonir við að þar með verði hráefnisöflunin enn aukin.

­ Úlfar.

Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson

Jón Kristmannsson, yfirverkstjóri Íshússfélagsins á Ísafirði með viðurkenningarskjalið ásamt Páli Péturssyni gæðastjóra Coldwater í Bandaríkjunum.

Frá athöfninni sem fram fór í kaffisal Íshúsfélagsins.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.