Raggi og Rósa gripla í takt.
Raggi og Rósa gripla í takt.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það er Róshildur Björnsdóttir 8 ára nemandi í Varmalandsskóla sem vann orðasamkeppnina þar sem finna átti nýtt orð yfir að "djöggla". Hún fann upp sagnorðið að "gripla" og nafnorðið "gripl".
Það er Róshildur Björnsdóttir 8 ára nemandi í Varmalandsskóla sem vann orðasamkeppnina þar sem finna átti nýtt orð yfir að "djöggla".

Hún fann upp sagnorðið að "gripla" og nafnorðið "gripl". Að launum fékk hún þrjá "gripl-bolta" og að hitta hann Ragnar Pétursson fjöllistamann sem kenndi henni fyrstu skrefin í listgreininni "gripli".

Raggi segir það mikilvægast fyrir krakka sem eru að byrja að gripla að vera þolinmóð og æfa sig endalaust. "Ef maður getur ekki griplað með tveimur boltum byrjar maður aftur á einum. Sama ef þrír boltar er of flókið, fer maður aftur niður í tvo," segir Raggi og bendir á að maður eigi aldrei að gera meira en maður ræður við.

Róshildur var mjög dugleg að læra að gripla. Þótt hún væri að gripla í fyrsta skipti á ævinni var hún strax farin að nota þrjá bolta. Hún er harðákveðin í að vera góð í gripli, en þegar blaðamaður spyr hana hvort hún ætli að verða algjör snillingur, svarar hún: "Kannski ágætur snillingur," brosir og heldur áfram að æfa sig.

Raggi byrjaði að gripla úti í miðjum sjó í Dóminíska lýðveldinu með þremur appelsínum. Og til að leggja áherslu á að maður geti lært að gripla með hverju sem er klæðir hann sig úr skónum og fer að gripla með þeim!