ÖRSVEFN, sem lýsir sér í andartaks einbeitingarleysi eða dotti, er að mati félags þýskra tryggingafélaga ástæða allt að 24% banaslysa í umferðinni.

ÖRSVEFN, sem lýsir sér í andartaks einbeitingarleysi eða dotti, er að mati félags þýskra tryggingafélaga ástæða allt að 24% banaslysa í umferðinni. BMW stendur nú fyrir rannsóknarverkefni og þróun sérstaks búnaðar sem fylgst getur með því hversu árvökull eða þreyttur ökumaður bifreiðar er hverju sinni. Meti búnaðurinn það svo að ökumaðurinn sé orðinn syfjaður og einbeitingarlítill gefið hann það til kynna á sérstökum skjá í bílnum. Kerfinu er ætlað að vekja athygli ökumanna á því í tæka tíð að einbeiting þeirra fari þverrandi. Þannig geti þeir gert viðeigandi ráðstafanir t.d. með því að hvíla sig.

Kerfið, sem nú er í prófun, byggist á myndavél sem horfir í augu ökumannsins meðan hann ekur. Upplýsingar um syfju eru mældar með því að fylgjast með hvernig, og hversu oft ökumaðurinn blikkar augunum, auk þess sem búnaðurinn metur hvort augnlok eru lokuð eða opin. Vel vakandi ökumaður blikkar augunum sjaldnar og hraðar en sá sem syfjaður er. Syfjaður ökumaður blikkaroftar og hægar.