LÍTILL bátur sigldi á sker rétt utan við Sandgerði á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Sandgerði fóru liðsmenn björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði á staðinn og drógu bátinn að landi í Sandgerðishöfn.

LÍTILL bátur sigldi á sker rétt utan við Sandgerði á föstudagskvöld. Samkvæmt upplýsingum lögreglu í Sandgerði fóru liðsmenn björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði á staðinn og drógu bátinn að landi í Sandgerðishöfn.

Ekki kom fram í bókun lögreglunnar að báturinn hefði orðið fyrir miklum skemmdum.