TIL átaka kom í útjaðri Jerúsalem í gær þegar ísraelskar öryggissveitir stöðvuðu mótmælagöngu hóps vinstrisinna til Betlehem. Engar fréttir bárust þó af alvarlegum meiðslum en fólkið hugðist mótmæla framferði Ísraela á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna.

TIL átaka kom í útjaðri Jerúsalem í gær þegar ísraelskar öryggissveitir stöðvuðu mótmælagöngu hóps vinstrisinna til Betlehem. Engar fréttir bárust þó af alvarlegum meiðslum en fólkið hugðist mótmæla framferði Ísraela á heimastjórnarsvæðum Palestínumanna.

Fjórir Palestínumenn féllu í aðgerðum Ísraelshers á Gazasvæðinu í gærmorgun. Skriðdrekar Ísraela héldu þá m.a. uppi skothríð á heimili í bænum Khan Yunis.