UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ býður fyrirtækjum, samtökum, stofnunum og einstaklingum viðtalstíma við sendiherra Íslands til þess að ræða hagsmunamál sín erlendis, viðskiptamöguleika og önnur málefni þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði.

Kornelíus Sigmundsson, sendiherra Íslands í Helsinki, verður til viðtals miðvikudaginn 14. ágúst nk. kl. 10 til 12. Umdæmi sendiráðsins nær einnig til Eistlands, Lettlands og Úkraínu. Ingimundur Sigfússon, sendiherra Íslands í Tókýó, verður til viðtals í utanríkisráðuneytinu föstudaginn 16. ágúst nk. kl. 8-10.