MIÐVIKUDAGINN 14. ágúst heldur doktor Saskia Sassen, prófessor í félagsvísindum við Chicago-háskóla, opinn fyrirlestur á vegum Borgarfræðasetur. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16 í Norræna húsinu.

MIÐVIKUDAGINN 14. ágúst heldur doktor Saskia Sassen, prófessor í félagsvísindum við Chicago-háskóla, opinn fyrirlestur á vegum Borgarfræðasetur. Fyrirlesturinn hefst klukkan 16 í Norræna húsinu.

"Sassen er einn virtasti borgarfræðingur heimsins og því um einstakt tækifæri að ræða. Fyrirlestur sinn kallar hún "Cities: Between Global Dynamics and Local Conditions" og fjallar hann um stöðu og hlutverk borga í hinu alþjóðlega hagkerfi.

Nánari upplýsingar eru veittar í síma 551-2167 og á síðu Borgarfræðaseturs www.borg.hi.is," segir í fréttatilkynningu frá Borgarfræðasetri.