SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið mat á umhverfisáhrifum allt að 6.000 tonna laxeldisstöðvar í sjókvíum í Reyðarfirði á vegum Samherja.

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið mat á umhverfisáhrifum allt að 6.000 tonna laxeldisstöðvar í sjókvíum í Reyðarfirði á vegum Samherja.

Niðurstaða í skýrslu fyrirtækisins um mat á umhverfisáhrifum er sú að fyrirhugað eldi í sjókvíum í Reyðarfirði er ekki talið fela í sér veruleg varanleg umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki sé hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mótvægisaðgerðum.

Matsskýrslan mun liggja frammi til kynningar frá 9. ágúst til 20. september á skrifstofum Fjarðabyggðar á Reyðarfirði og Eskifirði, í Þjóðarbókhlöðunni og hjá Skipulagsstofnun í Reykjavík. Frestur til að skila skriflegum athugasemdum til Skipulagsstofnunar er til 20. september.